David Stern hefur gefið það út að hann muni hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar þann 1. febrúar 2014. Þá hefur hann stýrt deildinni í nákvæmlega 30 ár.
Aðstoðarmaður hans, Adam Silver, mun taka við því erfiða hlutverki að stýra deildinni.
Stern hefur afrekað mikið á þessum 30 árum. Er hann byrjaði var ekki möguleiki að koma úrslitaleikjum deildarinnar í sjónvarp. Nú malar deildin gull.
"Mér finnst deildin vera á góðum stað og Adam mun taka hana á næsta stig," sagði Stern.
Stern varð sjötugur í síðasta mánuði.
Stern að hætta eftir 30 ára starf

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
