Mið-Íslandi meinaður aðgangur að Leifsstöð 27. mars 2012 12:00 „Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
„Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira