Erlent

Fæstu fæðingar frá árinu 1988

Leita verður allt aftur til ársins 1988 til að finna færri börn fædd á ári í Danmörku en árið 2011.
NordicPhotod
Leita verður allt aftur til ársins 1988 til að finna færri börn fædd á ári í Danmörku en árið 2011. NordicPhotod
Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýjustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæðingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára.

Þessar fregnir eru í mótsögn við tölur frá OECD sem gefnar voru út fyrir tæpu ári, en þar kom í ljós að fæðingartíðni hafði hvergi hækkað meira á Vesturlöndum en einmitt í Danmörku síðustu ár. Þessar nýju tölur eru taldar gefa til kynna að viðsnúningur sé að verða í þeirri þróun. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×