Erlent

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörinu á Puerto Rico

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins á Puerto Rico í gærdag.

Þegar búið var að telja mikinn meirihluta atkvæða í nótt var ljóst að Romney hafði hlotið 83% atkvæða en Rick Santorum helsti andstæðingur hans aðeins 8%. Þeir Newt Gingrich og Ron Paul hlutu innan við 2% atkvæða hvort.

Búist var við sigri Romney í ríkinu enda hafði hann stuðning margra málsmetandi stjórnmálamanna á Puerto Rico þar á meðal ríkisstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×