Nær helmingur hefur aldrei prófað áfengi 26. nóvember 2012 06:00 Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. Rannsóknin, European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD), er samevrópsk og hófst hér á landi árið 1995. Hún hefur verið gerð reglulega síðan þá og hefur þróunin á Íslandi verið á þann veg að alltaf virðast færri og færri unglingar leiðast út í vímuefni. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, er hluti af rannsóknarteymi ESPAD á Íslandi. Hún segir þróun í neyslumynstrinu afar jákvæða, en aldrei megi þó sofna á verðinum þó þessum árangri hafi verið náð. „Þessi þróun hefur verið stöðug allt frá árinu 1995 og ég held að virkt forvarnarstarf hafi verið að skila sér, bæði innan skólanna og tómstundafélaga. Einnig tel ég að foreldar í dag taki miklu meiri ábyrgð á forvarnastarfi heldur en áður,“ segir hún. Andrea bendir á að vandamálin þurfi þó ekki að vera útbreidd til að vera alvarleg. Rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að þótt færri krakkar neyti vímuefna virðast þeir sem þó gera það vera almennt verr settir hér á landi miðað við hin Evrópulöndin. „Við höfum náð að fækka þeim sem prófa, en þeir sem eru í neyslu eru í mjög slæmum málum og eru líklegri en krakkar annars staðar í Evrópu til að lenda í vandræðum,“ segir hún. „Það er stóra verkefnið sem við þurfum að takast á við í framtíðinni.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, hefur stýrt rannsóknunum hér á landi frá upphafi. Hún nær til allra nemenda í 10. bekk í grunnskólum landsins.- sv Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. Rannsóknin, European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD), er samevrópsk og hófst hér á landi árið 1995. Hún hefur verið gerð reglulega síðan þá og hefur þróunin á Íslandi verið á þann veg að alltaf virðast færri og færri unglingar leiðast út í vímuefni. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, er hluti af rannsóknarteymi ESPAD á Íslandi. Hún segir þróun í neyslumynstrinu afar jákvæða, en aldrei megi þó sofna á verðinum þó þessum árangri hafi verið náð. „Þessi þróun hefur verið stöðug allt frá árinu 1995 og ég held að virkt forvarnarstarf hafi verið að skila sér, bæði innan skólanna og tómstundafélaga. Einnig tel ég að foreldar í dag taki miklu meiri ábyrgð á forvarnastarfi heldur en áður,“ segir hún. Andrea bendir á að vandamálin þurfi þó ekki að vera útbreidd til að vera alvarleg. Rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að þótt færri krakkar neyti vímuefna virðast þeir sem þó gera það vera almennt verr settir hér á landi miðað við hin Evrópulöndin. „Við höfum náð að fækka þeim sem prófa, en þeir sem eru í neyslu eru í mjög slæmum málum og eru líklegri en krakkar annars staðar í Evrópu til að lenda í vandræðum,“ segir hún. „Það er stóra verkefnið sem við þurfum að takast á við í framtíðinni.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, hefur stýrt rannsóknunum hér á landi frá upphafi. Hún nær til allra nemenda í 10. bekk í grunnskólum landsins.- sv
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira