Skrautblóm SA Indriði H. Þorláksson skrifar 26. nóvember 2012 11:15 „Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;" Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. Fleira í þessum dúr. SA miða við að tekjuskattar einstaklinga á árinu 2008 hafi verið 119 mia. kr. á verðlagi 2013. Í ríkisreikningi má sjá að 2008 voru tekjuskattar einstaklinga 133 mia. kr. á verðlagi þess árs. Það eru 179 mia. kr. á verðlagi 2013. Þarna munar 60 mia. kr. Réttar tölur um skatta og fleira í skýrslu SA má finna í ríkisreikningi síðustu ára og fjárlagafrumvarpið fyrir 2013. Misræmið virðist stafa af því að tölur SA séu áætlaðar út frá ?óbreyttu? skattkerfi og séu því ?réttari? en raunveruleikinn. Miklar bólutekjur 2008 hafi gefið mikla skatta. Það er rétt svo langt sem það nær en er ekki fullnægjandi skýring. Í bólunni höfðu stjórnvöld þess tíma holað skattkerfið með hagsmuni fjármálaaflanna að leiðarljósi. Þegar blaðran sprakk sat eftir laskað og óréttlátt skattkerfi sem ekki gat aflað tekna fyrir útgjöldum, hvað þá afleiðingum hrunsins. Þessu ósjálfbæra og óréttláta skattkerfi var breytt. Við það hækkuðu skattar hjá sumum en lækkuðu hjá öðrum. Heildarskattar hækkuðu hóflega og eru enn verulega lægri en fyrir hrun.Skattar fyrir hrun og nú Við samanburð á sköttum milli ára er jafnan stuðst við annað tveggja, skatttekjur á föstu verðlagi eða skatta sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF). Auðvelt er að sannreyna eftirfarandi tölur með opinberum gögnum. - Á föstu verðlagi 2013 voru skattar á árunum 2005-2007 að meðaltali 595 mia. kr. og 557 mia. kr. á árinu 2008. Fjárlagafrumvarpið 2013, með hækkun vegna sveitarfélaga, gerir ráð fyrir 520 mia. kr. Þannig vantar um 37 mia. kr. á að skattar 2013 verði eins háir og þeir voru 2008 og það vantar 75 mia. kr. upp á að þeir nái meðaltali bóluáranna 2005 til 2007. - Tekjustofnar drógust saman við hrunið og skatttekjur minnkuðu þess vegna. Sá samdráttur kom líka fram í þeim tekjum sem til skipta voru. VLF á föstu verðlagi var svipuð á árunum 2005 og 2010 en skattar voru til muna lægri síðara árið. Sama á við um árin 2007 og 2013. - Á árunum 2005 til 2007 voru skattar að meðaltali 32,1% af VLF. Á árinu 2008 var hlutfallið 28% og verður 28,1% á árinu 2013. Sá hluti landsframleiðslu sem fer til sameiginlegra verkefna með sköttum er nær óbreyttur milli 2008 og 2013 en hlutfallið er fjórum prósentustigum lægra 2013 en það var 2005 til 2007. Tæki ríkið eins mikið til sín og þá þyrftu skattar 2013 að vera um 70 mia. kr., hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þessir mælikvarðar sýna að skattheimta eftir hrun er minni en áður. Fjárhæðin sem ríkið tekur í sköttum er lægri að verðgildi og hún er lægra hlutfall af því sem til ráðstöfunar er í þjóðfélaginu. Að halda því fram að skattar hafi almennt hækkað er markleysa ef menn geta ekki hrakið þær staðreyndir sem við blasa hér að framan. Breytingar hafa hins vegar orðið á því hvernig skatta er aflað og hverjir greiða þá.Fyrir hverja á að breyta sköttum? Tal SA um skattlagningu fyrirtækja er í raun tal um skattlagningu eigenda og fjármagns. Þau virðast líta fram hjá staðreyndum í þeim efnum hér á landi sem er þó að finna í skýrslunni. Skatthlutfall lögaðila er með því lægsta sem gerist í ríkjum OECD, tekjuskattsgreiðslur lögaðila sem hlutfall af VLF eru með því lægsta sem þekkist, skattar á fjármagnstekjur eru hér lægri en víðast annars staðar og samanlagður skattur á tekjur af rekstri (hagnaður + arður) er lágur. Rök SA fyrir frekari lækkun þessara skatta eru byggð á hentifræði sérhagsmuna og hugmyndafræði bóluhagkerfisins, en eru ekki reist á hagfræðilegum grunni. Athugun á skattatillögum SA sýnir hverjum þær gagnast. lAuðlegðarskattur. Lækkun um u.þ.b. 7,4 mia. kr. Skatturinn er greiddur af um 6.000 aðilum, 2-3% gjaldenda, sem eiga mestar eignir. Um 70% af skattinum eru greidd af þeim sem eru í hópi 5% tekjuhæstu framteljenda og um 85% er greidd af þeim sem eru meðal 30% þeirra tekjuhæstu. - Fjármagnstekjuskattur verði flatur 10% skattur. Lækkun nettó 2,5 mia. kr. Skatturinn er greiddur af þeim u.þ.b. 30% gjaldenda sem hæstar fjármagnstekjur hafa. Hjá þeim yrði lækkunin nokkuð meiri en hækkun yrði hjá 60% tekjulægstu gjaldendum. - Tekjuskattar lögaðila lækki um 8,5 mia. kr. Tekjuskattur lögaðila er skattur á eigendur fyrirtækja. Með lækkun hans til viðbótar við lækkun fjármagnstekjuskatts yrði skattur á tekjur af eignarhaldi á félögum 22,5% óháð því hvað þær eru miklar. Skattur á launatekjur er allt að 46%. Arðgreiðslur sýna að um 5% tekjuhæstu gjaldenda fá um 70% arðstekna og 30% þeirra hæstu fá um 90% arðstekna. - Veiðigjald lækki um 11,1 mia. kr. Stærsti hluti veiðigjalda er greiddur af fáum stórum útgerðum og er veiðigjaldið tekið af hagnaði eigenda þeirra en leggst ekki á reksturinn. Framangreindar tillögur SA fela í sér 30 mia. kr. lækkun á sköttum. Yfir 20 mia. kr. rynnu til þeirra 5% skattgreiðenda sem hæstar tekjur hafa og allt að 27 mia. kr. til um 30% tekjuhæstu skattgreiðenda. Þeir 3 mia. kr., sem eftir eru myndu deilast á þá sem eftir eru. Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur. Með breytingum síðustu ára var sköttum á þennan hóp þokað frá ?vinnukonuútsvari? upp í meðalskatthlutfall launamanna. Því vill SA breyta og færa þeim með blómvendi 30 milljarða króna á hverju ári, sem almenningur myndi taka á sig með hærri sköttum eða frekari skerðingu á opinberri þjónustu. „mér var þó löngum meir í hug / melgrasskúfurinn harði / runninn upp þar sem Kaldakvísl / kemur úr Vonarskarði." Höfundur Áfanga vildi ekki að gróður landsins gleymdist í glýju skrautblóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;" Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. Fleira í þessum dúr. SA miða við að tekjuskattar einstaklinga á árinu 2008 hafi verið 119 mia. kr. á verðlagi 2013. Í ríkisreikningi má sjá að 2008 voru tekjuskattar einstaklinga 133 mia. kr. á verðlagi þess árs. Það eru 179 mia. kr. á verðlagi 2013. Þarna munar 60 mia. kr. Réttar tölur um skatta og fleira í skýrslu SA má finna í ríkisreikningi síðustu ára og fjárlagafrumvarpið fyrir 2013. Misræmið virðist stafa af því að tölur SA séu áætlaðar út frá ?óbreyttu? skattkerfi og séu því ?réttari? en raunveruleikinn. Miklar bólutekjur 2008 hafi gefið mikla skatta. Það er rétt svo langt sem það nær en er ekki fullnægjandi skýring. Í bólunni höfðu stjórnvöld þess tíma holað skattkerfið með hagsmuni fjármálaaflanna að leiðarljósi. Þegar blaðran sprakk sat eftir laskað og óréttlátt skattkerfi sem ekki gat aflað tekna fyrir útgjöldum, hvað þá afleiðingum hrunsins. Þessu ósjálfbæra og óréttláta skattkerfi var breytt. Við það hækkuðu skattar hjá sumum en lækkuðu hjá öðrum. Heildarskattar hækkuðu hóflega og eru enn verulega lægri en fyrir hrun.Skattar fyrir hrun og nú Við samanburð á sköttum milli ára er jafnan stuðst við annað tveggja, skatttekjur á föstu verðlagi eða skatta sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF). Auðvelt er að sannreyna eftirfarandi tölur með opinberum gögnum. - Á föstu verðlagi 2013 voru skattar á árunum 2005-2007 að meðaltali 595 mia. kr. og 557 mia. kr. á árinu 2008. Fjárlagafrumvarpið 2013, með hækkun vegna sveitarfélaga, gerir ráð fyrir 520 mia. kr. Þannig vantar um 37 mia. kr. á að skattar 2013 verði eins háir og þeir voru 2008 og það vantar 75 mia. kr. upp á að þeir nái meðaltali bóluáranna 2005 til 2007. - Tekjustofnar drógust saman við hrunið og skatttekjur minnkuðu þess vegna. Sá samdráttur kom líka fram í þeim tekjum sem til skipta voru. VLF á föstu verðlagi var svipuð á árunum 2005 og 2010 en skattar voru til muna lægri síðara árið. Sama á við um árin 2007 og 2013. - Á árunum 2005 til 2007 voru skattar að meðaltali 32,1% af VLF. Á árinu 2008 var hlutfallið 28% og verður 28,1% á árinu 2013. Sá hluti landsframleiðslu sem fer til sameiginlegra verkefna með sköttum er nær óbreyttur milli 2008 og 2013 en hlutfallið er fjórum prósentustigum lægra 2013 en það var 2005 til 2007. Tæki ríkið eins mikið til sín og þá þyrftu skattar 2013 að vera um 70 mia. kr., hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þessir mælikvarðar sýna að skattheimta eftir hrun er minni en áður. Fjárhæðin sem ríkið tekur í sköttum er lægri að verðgildi og hún er lægra hlutfall af því sem til ráðstöfunar er í þjóðfélaginu. Að halda því fram að skattar hafi almennt hækkað er markleysa ef menn geta ekki hrakið þær staðreyndir sem við blasa hér að framan. Breytingar hafa hins vegar orðið á því hvernig skatta er aflað og hverjir greiða þá.Fyrir hverja á að breyta sköttum? Tal SA um skattlagningu fyrirtækja er í raun tal um skattlagningu eigenda og fjármagns. Þau virðast líta fram hjá staðreyndum í þeim efnum hér á landi sem er þó að finna í skýrslunni. Skatthlutfall lögaðila er með því lægsta sem gerist í ríkjum OECD, tekjuskattsgreiðslur lögaðila sem hlutfall af VLF eru með því lægsta sem þekkist, skattar á fjármagnstekjur eru hér lægri en víðast annars staðar og samanlagður skattur á tekjur af rekstri (hagnaður + arður) er lágur. Rök SA fyrir frekari lækkun þessara skatta eru byggð á hentifræði sérhagsmuna og hugmyndafræði bóluhagkerfisins, en eru ekki reist á hagfræðilegum grunni. Athugun á skattatillögum SA sýnir hverjum þær gagnast. lAuðlegðarskattur. Lækkun um u.þ.b. 7,4 mia. kr. Skatturinn er greiddur af um 6.000 aðilum, 2-3% gjaldenda, sem eiga mestar eignir. Um 70% af skattinum eru greidd af þeim sem eru í hópi 5% tekjuhæstu framteljenda og um 85% er greidd af þeim sem eru meðal 30% þeirra tekjuhæstu. - Fjármagnstekjuskattur verði flatur 10% skattur. Lækkun nettó 2,5 mia. kr. Skatturinn er greiddur af þeim u.þ.b. 30% gjaldenda sem hæstar fjármagnstekjur hafa. Hjá þeim yrði lækkunin nokkuð meiri en hækkun yrði hjá 60% tekjulægstu gjaldendum. - Tekjuskattar lögaðila lækki um 8,5 mia. kr. Tekjuskattur lögaðila er skattur á eigendur fyrirtækja. Með lækkun hans til viðbótar við lækkun fjármagnstekjuskatts yrði skattur á tekjur af eignarhaldi á félögum 22,5% óháð því hvað þær eru miklar. Skattur á launatekjur er allt að 46%. Arðgreiðslur sýna að um 5% tekjuhæstu gjaldenda fá um 70% arðstekna og 30% þeirra hæstu fá um 90% arðstekna. - Veiðigjald lækki um 11,1 mia. kr. Stærsti hluti veiðigjalda er greiddur af fáum stórum útgerðum og er veiðigjaldið tekið af hagnaði eigenda þeirra en leggst ekki á reksturinn. Framangreindar tillögur SA fela í sér 30 mia. kr. lækkun á sköttum. Yfir 20 mia. kr. rynnu til þeirra 5% skattgreiðenda sem hæstar tekjur hafa og allt að 27 mia. kr. til um 30% tekjuhæstu skattgreiðenda. Þeir 3 mia. kr., sem eftir eru myndu deilast á þá sem eftir eru. Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur. Með breytingum síðustu ára var sköttum á þennan hóp þokað frá ?vinnukonuútsvari? upp í meðalskatthlutfall launamanna. Því vill SA breyta og færa þeim með blómvendi 30 milljarða króna á hverju ári, sem almenningur myndi taka á sig með hærri sköttum eða frekari skerðingu á opinberri þjónustu. „mér var þó löngum meir í hug / melgrasskúfurinn harði / runninn upp þar sem Kaldakvísl / kemur úr Vonarskarði." Höfundur Áfanga vildi ekki að gróður landsins gleymdist í glýju skrautblóma.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar