Hringl í poka Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja einstaklinga sem áður veittu fjölskyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauðsynjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þúsund krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða. Stór hluti vandans felst í stökkbreyttum lánum í kjölfar hruns og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Fólk stendur jafnvel eftir með mun hærri höfuðstól en það tók að láni. Við það bætist sú staðreynd að atvinnuleysið hefur sjaldan verið meira og minnkandi greiðslugeta setur fjölda heimila í greiðsluvanda. Til að bæta gráu ofan á svart dynja sífelldar skattahækkanir á landsmönnum svo engu tali tekur á meðan launin hækka ekki til samræmis og almenningur tekur á sig gríðarlega kjaraskerðingu. Þeir sem skulduðu hóflega fyrir hrun og áttu jafnvel eitthvað í húsnæðinu sínu fá nánast enga leiðréttingu þrátt fyrir algjöran forsendubrest á lánasamningum. Þetta er fólkið sem berst í bökkum við að halda sér á floti, stendur við sínar afborganir, skatta og skyldur en eygir enga von um bjartari tíð. Þetta er fólkið sem heldur þjóðfélaginu uppi en það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því. Í stað þess að leggja ofuráherslu á að styrkja stoðirnar undir þennan hóp og stækka hann enn frekar virðist enginn skilningur vera til staðar á mikilvægi þessa og jafnvel lagður steinn í götu þeirra sem eru reiðubúnir að vinna. Eðlilegt væri t.d. að ýta undir atvinnuskapandi framkvæmdir svo hjól atvinnulífsins fari aftur að snúast. Þannig gætu fleiri tekið þátt í að byggja samfélagið upp í kjölfar hruns og atvinnulausum og bótaþegum að sama skapi fækka. Núverandi ríkisstjórn er ekki að slá skjaldborg um heimilin, hún hefur gegnumsneitt verið að slá skjaldborg um lánastofnanirnar sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan almenningur sveltur. Þetta er bláköld staðreynd, laun slitastjórna á krepputíma eru sambærileg við ofurkjör útrásarvíkinganna fyrir hrun og þessir aðilar eru í fullu starfi við að gæta sinna eigin hagsmuna. Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum. Þetta er hreint óþolandi ástand. Það hefur t.d. tekið núverandi ríkisstjórn alltof langan tíma að fá fjármálastofnanir til að endurreikna lánin svo fólk viti hvar það stendur, svo ekki sé minnst á að Árna Pálslögin eiga stóran þátt í því hvernig gengið var á hlut heimilanna. Á meðan hefur þjóðfélagið verið í biðstöðu í heil 4 ár! Hægt hefði verið að koma miklu í verk á þeim tíma ef rétt hefði verið á málum haldið af núverandi ríkisstjórn en orkan ekki farið í að sætta sjónarmið innan flokka til þess eins að halda völdum. Nú er mál að linni, látum þetta ekki viðgangast lengur og skiptum þessari ríkisstjórn út í alþingiskosningunum í vor. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja einstaklinga sem áður veittu fjölskyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauðsynjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þúsund krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða. Stór hluti vandans felst í stökkbreyttum lánum í kjölfar hruns og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Fólk stendur jafnvel eftir með mun hærri höfuðstól en það tók að láni. Við það bætist sú staðreynd að atvinnuleysið hefur sjaldan verið meira og minnkandi greiðslugeta setur fjölda heimila í greiðsluvanda. Til að bæta gráu ofan á svart dynja sífelldar skattahækkanir á landsmönnum svo engu tali tekur á meðan launin hækka ekki til samræmis og almenningur tekur á sig gríðarlega kjaraskerðingu. Þeir sem skulduðu hóflega fyrir hrun og áttu jafnvel eitthvað í húsnæðinu sínu fá nánast enga leiðréttingu þrátt fyrir algjöran forsendubrest á lánasamningum. Þetta er fólkið sem berst í bökkum við að halda sér á floti, stendur við sínar afborganir, skatta og skyldur en eygir enga von um bjartari tíð. Þetta er fólkið sem heldur þjóðfélaginu uppi en það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því. Í stað þess að leggja ofuráherslu á að styrkja stoðirnar undir þennan hóp og stækka hann enn frekar virðist enginn skilningur vera til staðar á mikilvægi þessa og jafnvel lagður steinn í götu þeirra sem eru reiðubúnir að vinna. Eðlilegt væri t.d. að ýta undir atvinnuskapandi framkvæmdir svo hjól atvinnulífsins fari aftur að snúast. Þannig gætu fleiri tekið þátt í að byggja samfélagið upp í kjölfar hruns og atvinnulausum og bótaþegum að sama skapi fækka. Núverandi ríkisstjórn er ekki að slá skjaldborg um heimilin, hún hefur gegnumsneitt verið að slá skjaldborg um lánastofnanirnar sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan almenningur sveltur. Þetta er bláköld staðreynd, laun slitastjórna á krepputíma eru sambærileg við ofurkjör útrásarvíkinganna fyrir hrun og þessir aðilar eru í fullu starfi við að gæta sinna eigin hagsmuna. Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum. Þetta er hreint óþolandi ástand. Það hefur t.d. tekið núverandi ríkisstjórn alltof langan tíma að fá fjármálastofnanir til að endurreikna lánin svo fólk viti hvar það stendur, svo ekki sé minnst á að Árna Pálslögin eiga stóran þátt í því hvernig gengið var á hlut heimilanna. Á meðan hefur þjóðfélagið verið í biðstöðu í heil 4 ár! Hægt hefði verið að koma miklu í verk á þeim tíma ef rétt hefði verið á málum haldið af núverandi ríkisstjórn en orkan ekki farið í að sætta sjónarmið innan flokka til þess eins að halda völdum. Nú er mál að linni, látum þetta ekki viðgangast lengur og skiptum þessari ríkisstjórn út í alþingiskosningunum í vor. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar