Alain Prost ók Formúlubíl í fyrsta sinn í 16 ár Birgir Þór Harðarson skrifar 30. september 2012 21:30 Alain Prost ók Red Bull-bíl í dag. nordicphotos/afp Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda. Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda.
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira