Samstaða um að rjúfa vítahring Arnar Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun