Samstaða um að rjúfa vítahring Arnar Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun