Gróska í menningarlífi Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar