Erlent

Tuttugu tonnum af síld skolaði upp á land í Noregi

Um tuttugu tonn af dauðri síld skolaði upp að ströndinni í sveitarfélaginu Nordreisa í Norður-Noregi í gærmorgun. Málið þykir afar dularfullt og hafa vísindamenn ekki getað gefið eina sérstaka ástæðu fyrir atvikinu. Íbúar í bænum segja það mjög sérstakt að sjá svona mikið magn af síld í ströndinni.

Þó eru ýmsir möguleikar sem koma til greina sem útskýri alla þessa dauðu síld, segja vísindamennirnir, en það séu þó bara getgátur. Síldin gæti hafa drepist, annað hvort þegar hún festist á súrefnislausu svæði, eða þá hefur hún flúið undan stærri fiskum. Þá segja þeir að síldin gæti einnig hafa fengið einhvers konar pest eða að slæmt veðurfar hafi ollið dauða þeirra.

Á meðan vísindamenn reyna að finna ástæðu þess að fiskunum skolaði upp á land vita yfirvöld í bænum ekkert hvar þau eiga að byrja á hreinsunarstarfinu. Enda mikið verk fyrir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×