Erlent

Flóttamenn frá Norður Kóreu skotnir á færi

Kim Jong Un, nýr leiðtogi Norður Kóreu.
Kim Jong Un, nýr leiðtogi Norður Kóreu.
Mannréttindasamtök segja að þrír íbúar Norður Kóreu hafi verið skotnir til bana af landamæravörðum á dögunum. Fólkið freistaði þess að flýja yfir landamærin til Kína en Yalu áin sem skilur löndin að er nú í klakaböndum.

Fólk sem beið eftir flóttamönnunum Kína-megin árinnar varð vitni að því þegar þeir voru skotnir á færi. Þeir segja að landamæraverðirnir hafi síðan farið út á ísinn og náð í líkin. Talsmaður Suður Kóreskra mannréttindasamtaka segir við AFP fréttastofuna að sjaldgæft sé að landamæraverðirnir beiti svo harkalegum aðferðum og er það rekið til aukinnar öryggisgæslu í kjölfar leiðtogaskipta í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×