Hvað má læra af Hörpu? Bergur Hauksson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar