Biskupsval er bænarefni Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar