Biskupsval er bænarefni Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar