Uppskerutími íslensks grænmetis – njótið! Bjarni Jónsson skrifar 5. júlí 2012 15:45 Þessa dagana er að bresta á með einum skemmtilegast tíma grænmetisframleiðslu á Íslandi. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis er hafin! Fyrst á markað var kínakálið og á meðan þú lesandi góður ert að lesa þessa grein ættu nýjar íslenskar kartöflur að vera komnar í allar betri verslanir! Síðan tekur hver tegundin við af annari. Blómkál, hvítkál, spergilkál, gulrætur og rófur. Iceberg, rauðkál og sellerí. Ekki má gleyma jarðaberjum sem fóru að berast í verslanir um miðjan júní og síðan eru hindber væntanleg. Það getur ekki verið betra – ný grænmetisuppskera er einfaldlega best! Íslenskir grænmetisframleiðendur kappkosta að framleiða gæðavöru sem er smekkfull af vítamínum, hollustu og hreinleika. Ekki má heldur gleyma þeim tegundum sem ræktaðar eru í gróðurhúsum en tómatar og gúrkur eru þar helstar. Paprikan hefur verið að sækja í sig veðrið og ná aukinni hlutdeild. Því má ekki gleyma að það eru ekki mörg ár síðan neytendur gátu keypt íslenskt grænmeti allt árið. Er grænmetið íslenskt? Hvernig eiga þá neytendur að vita hvort grænmetið sé íslenskt? Grænmetisframleiðendur hafa undanfarin áratug markaðssett sínar vörur með skilaboðunum „Íslenskt grænmeti – þú veist hvaðan það kemur". Fánaröndin, eins og við köllum hana, er trygging á því að um íslenska hollustuvöru sé að ræða. Neytendur hafa enda brugðist einstaklega vel við og hefur íslenskt grænmeti sterka stöðu í vitund neytenda. Þeir treysta skilaboðum um ferskleika, hreinlæti og hollustu. Þó hefur brugðið við að undirritaður hefur fengið kvartanir neytenda um að þeir hafi verið að kaupa íslenskt grænmeti í góðri trú en uppgötvi síðan að um innflutta vöru sé að ræða. Villandi merkingar, erlent grænmeti sett í íslenska kassa, keimlíkar merkingar og á íslensku umbúðunum eða jafnvel engar merkingar er helsta ástæða kvartanna. Þess skal getið að sumar búðir eru duglegar við að merkja uppruna grænmetisins en aðrar enda er það skylt samkvæmt reglugerð. Hvað geta neytendur gert? Ég hvet neytendur, sem eru í vafa þegar þeir standa frammi fyrir grænmetishillum verslana, að óska eftir því að fá að tala við verslunarstjóra og krefjast merkinga á uppruna grænmetisins. Það verður ekki breyting á fyrr en þrýstingur vex því ef merkingar vanta þá er verið að brjóta lög. Neytendur eiga ekki að sætta sig við að geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um val á grænmeti. Umfram allt þá er um að gera að njóta þess að nú er uppskerutími og neytendur eiga kosta á frábæru íslensku grænmeti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þessa dagana er að bresta á með einum skemmtilegast tíma grænmetisframleiðslu á Íslandi. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis er hafin! Fyrst á markað var kínakálið og á meðan þú lesandi góður ert að lesa þessa grein ættu nýjar íslenskar kartöflur að vera komnar í allar betri verslanir! Síðan tekur hver tegundin við af annari. Blómkál, hvítkál, spergilkál, gulrætur og rófur. Iceberg, rauðkál og sellerí. Ekki má gleyma jarðaberjum sem fóru að berast í verslanir um miðjan júní og síðan eru hindber væntanleg. Það getur ekki verið betra – ný grænmetisuppskera er einfaldlega best! Íslenskir grænmetisframleiðendur kappkosta að framleiða gæðavöru sem er smekkfull af vítamínum, hollustu og hreinleika. Ekki má heldur gleyma þeim tegundum sem ræktaðar eru í gróðurhúsum en tómatar og gúrkur eru þar helstar. Paprikan hefur verið að sækja í sig veðrið og ná aukinni hlutdeild. Því má ekki gleyma að það eru ekki mörg ár síðan neytendur gátu keypt íslenskt grænmeti allt árið. Er grænmetið íslenskt? Hvernig eiga þá neytendur að vita hvort grænmetið sé íslenskt? Grænmetisframleiðendur hafa undanfarin áratug markaðssett sínar vörur með skilaboðunum „Íslenskt grænmeti – þú veist hvaðan það kemur". Fánaröndin, eins og við köllum hana, er trygging á því að um íslenska hollustuvöru sé að ræða. Neytendur hafa enda brugðist einstaklega vel við og hefur íslenskt grænmeti sterka stöðu í vitund neytenda. Þeir treysta skilaboðum um ferskleika, hreinlæti og hollustu. Þó hefur brugðið við að undirritaður hefur fengið kvartanir neytenda um að þeir hafi verið að kaupa íslenskt grænmeti í góðri trú en uppgötvi síðan að um innflutta vöru sé að ræða. Villandi merkingar, erlent grænmeti sett í íslenska kassa, keimlíkar merkingar og á íslensku umbúðunum eða jafnvel engar merkingar er helsta ástæða kvartanna. Þess skal getið að sumar búðir eru duglegar við að merkja uppruna grænmetisins en aðrar enda er það skylt samkvæmt reglugerð. Hvað geta neytendur gert? Ég hvet neytendur, sem eru í vafa þegar þeir standa frammi fyrir grænmetishillum verslana, að óska eftir því að fá að tala við verslunarstjóra og krefjast merkinga á uppruna grænmetisins. Það verður ekki breyting á fyrr en þrýstingur vex því ef merkingar vanta þá er verið að brjóta lög. Neytendur eiga ekki að sætta sig við að geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um val á grænmeti. Umfram allt þá er um að gera að njóta þess að nú er uppskerutími og neytendur eiga kosta á frábæru íslensku grænmeti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar