Staðgöngumæðrun: hvað mótar álit þitt? Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede skrifar 18. janúar 2012 06:00 Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23 þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei. Í umræðunni gera margir engan greinarmun á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og í þriðjaheimslöndum, velgjörð og gegn greiðslu, munur á tegundum staðgöngumæðrunar er sjaldnast rétt skilgreindur og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve vanþekking margra á málefninu var mikil buðum við Kareni Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla, til Íslands í maí sl. til að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á staðgöngumæðrun “Revisiting the Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers”. Þar leitar Karen uppi allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið og birtar um úrræðið á Vesturlöndum. Karen Busby á ættir að rekja til Skagafjarðar, er lagaprófessor og femínisti sem sérhæfir sig í mannréttindum, jafnrétti og kúgun kvenna og er einn stofnenda og forstýra mannréttindastofnunar Manitoba-háskóla. Karen fann 40 rannsóknir og voru þær einróma um ágæti þessa úrræðis og fagnaði hún þeim niðurstöðum sem og þær femínísku hreyfingar erlendis sem hún kynnti niðurstöðurnar fyrir. Hún ber niðurstöður rannsóknanna 40 saman við þær neikvæðu tilgátur sem settar hafa verið fram og kemst að þeirri niðurstöðu að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum nema síður sé. Fullyrðingar um að vestrænar konur geti ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að vera staðgöngumóðir nema að annarlegar hvatir eða utanaðkomandi þrýstingur komi til eru rangar. Fullyrðingar um að staðgöngumæður sjái oftast eftir því að gerast staðgöngumæður og vilji ekki afhenda barnið foreldrum eftir fæðingu eru rangar. Fullyrðingar um að vestrænar staðgöngumæður séu ungar, ómenntaðar og úr lægri stéttum samfélagsins og minnihlutahópum eru líka rangar. Fullyrðingar um að konur „fái sér staðgöngumóður” til að losna við meðgöngu eru fordómar gagnvart konum enda er ekki hægt að finna dæmi um slíkt í neinni rannsókn, þær áttu allar við alvarlega ófrjósemi að stríða. Að til sé mikill fjöldi málaferla vegna ósættis og óánægju staðgöngumæðra eða verðandi foreldra eru líka rangt. Karen fann 6 dómsmál sem fjölmiðlar hafa blásið upp æ ofan í æ og telur að í mesta lagi 9-10 dómsmál hafi komið upp við staðgöngumæðrun á Vesturlöndum. Karen Busby var gestur á Lagadögum lögfræðinga í maí sl. en þar var yfirskriftin „Er það réttur allra að eignast barn?”. Karen segir að málið snúist alls ekki um það heldur einfaldlega rétt kvenna til að bjóðast til þess að vera staðgöngumóðir ef þær svo kjósa og rétt kvenna til að þiggja hjálpina, annað ekki. Það er mjög mikilvægt að hlustað sé á þær konur sem vilja vera staðgöngumæður á Vesturlöndum sem og þær konur sem hafa verið staðgöngumæður til að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Dæmi um það er Jayne Frankland í Bretlandi en hún eignaðist elstu dóttur sína með aðstoð staðgöngumóður, eftir margar árangurslausar tilraunir við að eignast barn. Nokkrum árum síðar varð Jayne þunguð, öllum að óvörum. Eftir það leggur elsta dóttirin til að móðir sín endurgjaldi góðverkið með því að gerast sjálf staðgöngumóðir sem hún svo gerði fyrir ókunnugt par. Furðulegar fullyrðingar um að konur sem vilji láta gott af sér leiða í velgjörð séu ekki til eru ekki bara fordómar gagnvart konum heldur einnig kolrangar, sem betur fer. Staðgöngumæðrun snýst um rétt kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama. Þessi rök hafa verið notuð með góðum árangri m.a. þegar kemur að jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu sem skilaði Íslandi fyrsta sæti á lista Newsweek yfir lönd þar sem best er fyrir konur að búa í heiminum í dag. Okkur ber skylda til að skoða reynslu þeirra vestrænu þjóða sem leyfa staðgöngumæðrun og vega og meta niðurstöður fagrannsókna og láta fordóma og hraktar kenningar lönd og leið. Áratugareynsla talar þar sínu máli og við getum óhrædd tekið skrefið í átt að auknu frelsi íslenskra kvenna til að taka ákvörðu um eigin líkama og tryggt enn frekar að Ísland sé það land þar sem best er fyrir konur að búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23 þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei. Í umræðunni gera margir engan greinarmun á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og í þriðjaheimslöndum, velgjörð og gegn greiðslu, munur á tegundum staðgöngumæðrunar er sjaldnast rétt skilgreindur og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve vanþekking margra á málefninu var mikil buðum við Kareni Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla, til Íslands í maí sl. til að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á staðgöngumæðrun “Revisiting the Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers”. Þar leitar Karen uppi allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið og birtar um úrræðið á Vesturlöndum. Karen Busby á ættir að rekja til Skagafjarðar, er lagaprófessor og femínisti sem sérhæfir sig í mannréttindum, jafnrétti og kúgun kvenna og er einn stofnenda og forstýra mannréttindastofnunar Manitoba-háskóla. Karen fann 40 rannsóknir og voru þær einróma um ágæti þessa úrræðis og fagnaði hún þeim niðurstöðum sem og þær femínísku hreyfingar erlendis sem hún kynnti niðurstöðurnar fyrir. Hún ber niðurstöður rannsóknanna 40 saman við þær neikvæðu tilgátur sem settar hafa verið fram og kemst að þeirri niðurstöðu að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum nema síður sé. Fullyrðingar um að vestrænar konur geti ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að vera staðgöngumóðir nema að annarlegar hvatir eða utanaðkomandi þrýstingur komi til eru rangar. Fullyrðingar um að staðgöngumæður sjái oftast eftir því að gerast staðgöngumæður og vilji ekki afhenda barnið foreldrum eftir fæðingu eru rangar. Fullyrðingar um að vestrænar staðgöngumæður séu ungar, ómenntaðar og úr lægri stéttum samfélagsins og minnihlutahópum eru líka rangar. Fullyrðingar um að konur „fái sér staðgöngumóður” til að losna við meðgöngu eru fordómar gagnvart konum enda er ekki hægt að finna dæmi um slíkt í neinni rannsókn, þær áttu allar við alvarlega ófrjósemi að stríða. Að til sé mikill fjöldi málaferla vegna ósættis og óánægju staðgöngumæðra eða verðandi foreldra eru líka rangt. Karen fann 6 dómsmál sem fjölmiðlar hafa blásið upp æ ofan í æ og telur að í mesta lagi 9-10 dómsmál hafi komið upp við staðgöngumæðrun á Vesturlöndum. Karen Busby var gestur á Lagadögum lögfræðinga í maí sl. en þar var yfirskriftin „Er það réttur allra að eignast barn?”. Karen segir að málið snúist alls ekki um það heldur einfaldlega rétt kvenna til að bjóðast til þess að vera staðgöngumóðir ef þær svo kjósa og rétt kvenna til að þiggja hjálpina, annað ekki. Það er mjög mikilvægt að hlustað sé á þær konur sem vilja vera staðgöngumæður á Vesturlöndum sem og þær konur sem hafa verið staðgöngumæður til að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Dæmi um það er Jayne Frankland í Bretlandi en hún eignaðist elstu dóttur sína með aðstoð staðgöngumóður, eftir margar árangurslausar tilraunir við að eignast barn. Nokkrum árum síðar varð Jayne þunguð, öllum að óvörum. Eftir það leggur elsta dóttirin til að móðir sín endurgjaldi góðverkið með því að gerast sjálf staðgöngumóðir sem hún svo gerði fyrir ókunnugt par. Furðulegar fullyrðingar um að konur sem vilji láta gott af sér leiða í velgjörð séu ekki til eru ekki bara fordómar gagnvart konum heldur einnig kolrangar, sem betur fer. Staðgöngumæðrun snýst um rétt kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama. Þessi rök hafa verið notuð með góðum árangri m.a. þegar kemur að jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu sem skilaði Íslandi fyrsta sæti á lista Newsweek yfir lönd þar sem best er fyrir konur að búa í heiminum í dag. Okkur ber skylda til að skoða reynslu þeirra vestrænu þjóða sem leyfa staðgöngumæðrun og vega og meta niðurstöður fagrannsókna og láta fordóma og hraktar kenningar lönd og leið. Áratugareynsla talar þar sínu máli og við getum óhrædd tekið skrefið í átt að auknu frelsi íslenskra kvenna til að taka ákvörðu um eigin líkama og tryggt enn frekar að Ísland sé það land þar sem best er fyrir konur að búa.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar