Ásmundur Tryggvason hefur hafið störf hjá Íslandsbanka sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.
Hann hefur víðtæka starfsreynslu af fjármálamarkaði og starfaði hjá Exista hf. sem forstöðumaður frá árinu 2005-2011.
Í tilkynningu Íslandsbanka, vegna ráðningar Ásmundar segir að hann sé Íslandsbanka vel kunnugur en hann hefur starfaði sem þjónustufulltrúi í bankanum, sem sérfræðingur í Greiningu frá árinu 2000-2003 og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf frá 2003-2005.
Að auki hefur Ásmundur setið í stjórnum fjármála-, tækni-, iðn-, síma- og útgáfufyrirtækja. Hann er lögfræðingur að mennt og starfaði síðast sem lögmaður hjá Lögmönnum Bankastræti slf. þar sem hann var jafnframt meðeigandi.
Haft er eftir Tryggva Birni Davíðssyni, framkvæmdastjóra Markaða hjá Íslandsbanka, í tilkyninngu frá bankanum að ráðning Ásmundar sé mikið ánægjuefni.
„Ráðning Ásmundar í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka er mikið ánægjuefni. Með honum koma sterk tengsl við atvinnulífið og umfangsmikil viðskiptareynsla. Ráðningin undirstrikar þá stefnu bankans að vera leiðandi í fjárfestingabankastarfsemi og móta þannig íslenskt viðskiptaumhverfi."
Ásmundur Tryggvason ráðinn til Íslandsbanka

Mest lesið


Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur
Viðskipti erlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“
Viðskipti innlent

Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti
Viðskipti innlent

Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells
Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Ice-Group
Viðskipti innlent

Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar
Viðskipti erlent