Erlent

Krúttlegi ísbjörninn Knútur settur í brons

Hér má sjá „módel“ af styttunni sem mun þó verða í fullri stærð þegar hún verður tilbúin.
Hér má sjá „módel“ af styttunni sem mun þó verða í fullri stærð þegar hún verður tilbúin. mynd/afp
Ísbjarnahúninn Knútur sem lést fyrir tæplega ári síðan fær styttu af sér reista fyrir utan dýragarðinn í Berlín þar sem hann eyddi fjórum árum af ævi sinni.

Knútur lést í mars í fyrra fyrir framan gesti dýragarðsins en hann hafði verið þunglyndur í marga mánuði. Hann varð heimsfrægur á nokkrum dögum enda þótti hann með yfirburðum krúttlegur.

Styttan verður úr bronsi og verður til sýnis í dýragarðinum. Styttan mun sýna Knút liggja á steini og hvíla sig. „Dýrin hér í garðinum eru alveg eins og við mannfólkið. Ef við þau hafa ekkert að gera, leggjast þau niður og hvíla sig," segir yfirmaður dýragarðsins Bernhard Blaszkiewitz. „Mér finnst það rosalega fallegt. Styttan mun bera heitið; Draumórabjörninn Knútur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×