Spurt var! Ólafur Loftsson skrifar 9. október 2012 06:00 Sæll nafni og gamli bekkjarbróðir. Í leiðara Fréttablaðsins 8. október spyrðu hvers vegna ég telji ótækt að fela þriðja aðila rekstur alls skólastarfs í einu sveitarfélagi, auk þess sem þú veltir fyrir þér hvort einkafyrirtæki séu lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við þessu. Á vormánuðum höfðu foreldrar á Tálknafirði samband við félagið vegna þess að þeim leist ekki á blikuna í skólamálum á staðnum. Það spurðist út að einkaaðili myndi taka yfir rekstur á öllu skólastarfi sveitarfélagsins. Hvað með okkur foreldrana, sem viljum ekki þetta skólaúrræði, okkur sem viljum frekar að börnin okkar fari í „hefðbundinn“ skóla? var spurt. Í landinu eru lög sem kveða á um að menntamálaráðherra sé „heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 1. gr. (sömu laga), sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum…“ Á Tálknafirði hefur skólinn ekki verið viðurkenndur, hann starfar því ekki samkvæmt lögum um grunnskóla og því ekki um „undarlega deilu“ að ræða. Að halda því fram að skólinn sé á forræði sveitarfélagsins og um misskilning sé að ræða er barnalegt. Rekstraraðilinn ræður skólastjóra, kennara og starfsfólk. Námsskrá er sett af rekstraraðilanum, öllum spurningum er varða skólahaldið er svarað af rekstraraðilanum og á heimasíðu rekstraraðilans er mikið gert úr nýjustu skólaeiningu hans á Tálknafirði. Það er alveg ótækt að einkaaðili og sveitarfélagið komist upp með að standa svona að málum og gefa ráðuneyti menntamála og lögum í landinu langt nef. Þú spyrð réttilega hvort einkaaðilar séu verri en opinberir aðilar í að reka skóla? Við því er ekki eitt svar, það fer eftir einkaaðilanum. Af hverju ekki að snúa þessari spurningu við og spyrja hvort opinberi aðilinn sé verri til að reka grunnskóla en sá einkavæddi? Er eitthvað sem bendir til þess? Í grunnskólum landsins er rekið metnaðarfullt skólastarf af hæfum kennurum og stjórnendum sem sinna því af mikilli fagmennsku og alúð, oft við mjög erfiðar aðstæður. Rannsóknir sýna að nemendur í íslenskum grunnskólum geta gengið að því nokkuð vísu að fá góða og uppbyggilega menntun hvar sem þeir búa á landinu. Gæði skólastarfs um allt land eru nokkuð jöfn. Með „hefðbundnum“ skóla er nokkuð tryggt að öll börn þessa lands fái grunnmenntun við hæfi. Að hluta til svararðu spurningu þinni sjálfur. Með því að hafa skólaúrræði sveitarfélags (leik-, tónlistar,- og grunnskóla) á einni hendi hafa foreldrar ekkert val og, svo ég vitni í þig í sjálfan, „Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi…“ Þeir foreldrar sem höfðu samband við okkur á vormánuðum hafa ekkert val í dag, nema að setja barnið sitt í þetta sértæka einkaskólaúrræði, senda börnin í annað sveitarfélag eða flytja búferlaflutningum. Dæmi um allt þetta höfum við sbr. fréttir. Ekkert af ofanrituðu þýðir að einkaskólar geti ekki verið góðir. Alls ekki. Við höfum ágæt dæmi um einkaskóla sem ganga vel. Í þeim tilvikum hafa foreldrar valið að senda börnin sín í einkaskóla, enda hafa þeir einnig val um annað. Ég hef aldrei amast við því að fólk hafi raunverulegt val í þessum málum. Ég er ekki sammála þér að þau lög séu vond sem heimila ekki heilu sveitarfélagi að fela þriðja aðila allt skólastarf. Þau eru sett til að tryggja gæði og jafnrétti allra barna á Íslandi til að hljóta ákveðna grunnmenntun sem við sem samfélag erum sammála um að veita. Þannig tryggjum við meðal annars jafnrétti til náms. P.S. Það er frekar skrítið að þú hefur aldrei samband við mig nema í gegnum leiðara Morgunblaðsins eða Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll nafni og gamli bekkjarbróðir. Í leiðara Fréttablaðsins 8. október spyrðu hvers vegna ég telji ótækt að fela þriðja aðila rekstur alls skólastarfs í einu sveitarfélagi, auk þess sem þú veltir fyrir þér hvort einkafyrirtæki séu lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við þessu. Á vormánuðum höfðu foreldrar á Tálknafirði samband við félagið vegna þess að þeim leist ekki á blikuna í skólamálum á staðnum. Það spurðist út að einkaaðili myndi taka yfir rekstur á öllu skólastarfi sveitarfélagsins. Hvað með okkur foreldrana, sem viljum ekki þetta skólaúrræði, okkur sem viljum frekar að börnin okkar fari í „hefðbundinn“ skóla? var spurt. Í landinu eru lög sem kveða á um að menntamálaráðherra sé „heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 1. gr. (sömu laga), sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum…“ Á Tálknafirði hefur skólinn ekki verið viðurkenndur, hann starfar því ekki samkvæmt lögum um grunnskóla og því ekki um „undarlega deilu“ að ræða. Að halda því fram að skólinn sé á forræði sveitarfélagsins og um misskilning sé að ræða er barnalegt. Rekstraraðilinn ræður skólastjóra, kennara og starfsfólk. Námsskrá er sett af rekstraraðilanum, öllum spurningum er varða skólahaldið er svarað af rekstraraðilanum og á heimasíðu rekstraraðilans er mikið gert úr nýjustu skólaeiningu hans á Tálknafirði. Það er alveg ótækt að einkaaðili og sveitarfélagið komist upp með að standa svona að málum og gefa ráðuneyti menntamála og lögum í landinu langt nef. Þú spyrð réttilega hvort einkaaðilar séu verri en opinberir aðilar í að reka skóla? Við því er ekki eitt svar, það fer eftir einkaaðilanum. Af hverju ekki að snúa þessari spurningu við og spyrja hvort opinberi aðilinn sé verri til að reka grunnskóla en sá einkavæddi? Er eitthvað sem bendir til þess? Í grunnskólum landsins er rekið metnaðarfullt skólastarf af hæfum kennurum og stjórnendum sem sinna því af mikilli fagmennsku og alúð, oft við mjög erfiðar aðstæður. Rannsóknir sýna að nemendur í íslenskum grunnskólum geta gengið að því nokkuð vísu að fá góða og uppbyggilega menntun hvar sem þeir búa á landinu. Gæði skólastarfs um allt land eru nokkuð jöfn. Með „hefðbundnum“ skóla er nokkuð tryggt að öll börn þessa lands fái grunnmenntun við hæfi. Að hluta til svararðu spurningu þinni sjálfur. Með því að hafa skólaúrræði sveitarfélags (leik-, tónlistar,- og grunnskóla) á einni hendi hafa foreldrar ekkert val og, svo ég vitni í þig í sjálfan, „Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi…“ Þeir foreldrar sem höfðu samband við okkur á vormánuðum hafa ekkert val í dag, nema að setja barnið sitt í þetta sértæka einkaskólaúrræði, senda börnin í annað sveitarfélag eða flytja búferlaflutningum. Dæmi um allt þetta höfum við sbr. fréttir. Ekkert af ofanrituðu þýðir að einkaskólar geti ekki verið góðir. Alls ekki. Við höfum ágæt dæmi um einkaskóla sem ganga vel. Í þeim tilvikum hafa foreldrar valið að senda börnin sín í einkaskóla, enda hafa þeir einnig val um annað. Ég hef aldrei amast við því að fólk hafi raunverulegt val í þessum málum. Ég er ekki sammála þér að þau lög séu vond sem heimila ekki heilu sveitarfélagi að fela þriðja aðila allt skólastarf. Þau eru sett til að tryggja gæði og jafnrétti allra barna á Íslandi til að hljóta ákveðna grunnmenntun sem við sem samfélag erum sammála um að veita. Þannig tryggjum við meðal annars jafnrétti til náms. P.S. Það er frekar skrítið að þú hefur aldrei samband við mig nema í gegnum leiðara Morgunblaðsins eða Fréttablaðsins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun