Spurt var! Ólafur Loftsson skrifar 9. október 2012 06:00 Sæll nafni og gamli bekkjarbróðir. Í leiðara Fréttablaðsins 8. október spyrðu hvers vegna ég telji ótækt að fela þriðja aðila rekstur alls skólastarfs í einu sveitarfélagi, auk þess sem þú veltir fyrir þér hvort einkafyrirtæki séu lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við þessu. Á vormánuðum höfðu foreldrar á Tálknafirði samband við félagið vegna þess að þeim leist ekki á blikuna í skólamálum á staðnum. Það spurðist út að einkaaðili myndi taka yfir rekstur á öllu skólastarfi sveitarfélagsins. Hvað með okkur foreldrana, sem viljum ekki þetta skólaúrræði, okkur sem viljum frekar að börnin okkar fari í „hefðbundinn“ skóla? var spurt. Í landinu eru lög sem kveða á um að menntamálaráðherra sé „heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 1. gr. (sömu laga), sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum…“ Á Tálknafirði hefur skólinn ekki verið viðurkenndur, hann starfar því ekki samkvæmt lögum um grunnskóla og því ekki um „undarlega deilu“ að ræða. Að halda því fram að skólinn sé á forræði sveitarfélagsins og um misskilning sé að ræða er barnalegt. Rekstraraðilinn ræður skólastjóra, kennara og starfsfólk. Námsskrá er sett af rekstraraðilanum, öllum spurningum er varða skólahaldið er svarað af rekstraraðilanum og á heimasíðu rekstraraðilans er mikið gert úr nýjustu skólaeiningu hans á Tálknafirði. Það er alveg ótækt að einkaaðili og sveitarfélagið komist upp með að standa svona að málum og gefa ráðuneyti menntamála og lögum í landinu langt nef. Þú spyrð réttilega hvort einkaaðilar séu verri en opinberir aðilar í að reka skóla? Við því er ekki eitt svar, það fer eftir einkaaðilanum. Af hverju ekki að snúa þessari spurningu við og spyrja hvort opinberi aðilinn sé verri til að reka grunnskóla en sá einkavæddi? Er eitthvað sem bendir til þess? Í grunnskólum landsins er rekið metnaðarfullt skólastarf af hæfum kennurum og stjórnendum sem sinna því af mikilli fagmennsku og alúð, oft við mjög erfiðar aðstæður. Rannsóknir sýna að nemendur í íslenskum grunnskólum geta gengið að því nokkuð vísu að fá góða og uppbyggilega menntun hvar sem þeir búa á landinu. Gæði skólastarfs um allt land eru nokkuð jöfn. Með „hefðbundnum“ skóla er nokkuð tryggt að öll börn þessa lands fái grunnmenntun við hæfi. Að hluta til svararðu spurningu þinni sjálfur. Með því að hafa skólaúrræði sveitarfélags (leik-, tónlistar,- og grunnskóla) á einni hendi hafa foreldrar ekkert val og, svo ég vitni í þig í sjálfan, „Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi…“ Þeir foreldrar sem höfðu samband við okkur á vormánuðum hafa ekkert val í dag, nema að setja barnið sitt í þetta sértæka einkaskólaúrræði, senda börnin í annað sveitarfélag eða flytja búferlaflutningum. Dæmi um allt þetta höfum við sbr. fréttir. Ekkert af ofanrituðu þýðir að einkaskólar geti ekki verið góðir. Alls ekki. Við höfum ágæt dæmi um einkaskóla sem ganga vel. Í þeim tilvikum hafa foreldrar valið að senda börnin sín í einkaskóla, enda hafa þeir einnig val um annað. Ég hef aldrei amast við því að fólk hafi raunverulegt val í þessum málum. Ég er ekki sammála þér að þau lög séu vond sem heimila ekki heilu sveitarfélagi að fela þriðja aðila allt skólastarf. Þau eru sett til að tryggja gæði og jafnrétti allra barna á Íslandi til að hljóta ákveðna grunnmenntun sem við sem samfélag erum sammála um að veita. Þannig tryggjum við meðal annars jafnrétti til náms. P.S. Það er frekar skrítið að þú hefur aldrei samband við mig nema í gegnum leiðara Morgunblaðsins eða Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Sæll nafni og gamli bekkjarbróðir. Í leiðara Fréttablaðsins 8. október spyrðu hvers vegna ég telji ótækt að fela þriðja aðila rekstur alls skólastarfs í einu sveitarfélagi, auk þess sem þú veltir fyrir þér hvort einkafyrirtæki séu lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við þessu. Á vormánuðum höfðu foreldrar á Tálknafirði samband við félagið vegna þess að þeim leist ekki á blikuna í skólamálum á staðnum. Það spurðist út að einkaaðili myndi taka yfir rekstur á öllu skólastarfi sveitarfélagsins. Hvað með okkur foreldrana, sem viljum ekki þetta skólaúrræði, okkur sem viljum frekar að börnin okkar fari í „hefðbundinn“ skóla? var spurt. Í landinu eru lög sem kveða á um að menntamálaráðherra sé „heimilt að viðurkenna grunnskóla eða hluta grunnskóla, sbr. 1. gr. (sömu laga), sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum…“ Á Tálknafirði hefur skólinn ekki verið viðurkenndur, hann starfar því ekki samkvæmt lögum um grunnskóla og því ekki um „undarlega deilu“ að ræða. Að halda því fram að skólinn sé á forræði sveitarfélagsins og um misskilning sé að ræða er barnalegt. Rekstraraðilinn ræður skólastjóra, kennara og starfsfólk. Námsskrá er sett af rekstraraðilanum, öllum spurningum er varða skólahaldið er svarað af rekstraraðilanum og á heimasíðu rekstraraðilans er mikið gert úr nýjustu skólaeiningu hans á Tálknafirði. Það er alveg ótækt að einkaaðili og sveitarfélagið komist upp með að standa svona að málum og gefa ráðuneyti menntamála og lögum í landinu langt nef. Þú spyrð réttilega hvort einkaaðilar séu verri en opinberir aðilar í að reka skóla? Við því er ekki eitt svar, það fer eftir einkaaðilanum. Af hverju ekki að snúa þessari spurningu við og spyrja hvort opinberi aðilinn sé verri til að reka grunnskóla en sá einkavæddi? Er eitthvað sem bendir til þess? Í grunnskólum landsins er rekið metnaðarfullt skólastarf af hæfum kennurum og stjórnendum sem sinna því af mikilli fagmennsku og alúð, oft við mjög erfiðar aðstæður. Rannsóknir sýna að nemendur í íslenskum grunnskólum geta gengið að því nokkuð vísu að fá góða og uppbyggilega menntun hvar sem þeir búa á landinu. Gæði skólastarfs um allt land eru nokkuð jöfn. Með „hefðbundnum“ skóla er nokkuð tryggt að öll börn þessa lands fái grunnmenntun við hæfi. Að hluta til svararðu spurningu þinni sjálfur. Með því að hafa skólaúrræði sveitarfélags (leik-, tónlistar,- og grunnskóla) á einni hendi hafa foreldrar ekkert val og, svo ég vitni í þig í sjálfan, „Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi…“ Þeir foreldrar sem höfðu samband við okkur á vormánuðum hafa ekkert val í dag, nema að setja barnið sitt í þetta sértæka einkaskólaúrræði, senda börnin í annað sveitarfélag eða flytja búferlaflutningum. Dæmi um allt þetta höfum við sbr. fréttir. Ekkert af ofanrituðu þýðir að einkaskólar geti ekki verið góðir. Alls ekki. Við höfum ágæt dæmi um einkaskóla sem ganga vel. Í þeim tilvikum hafa foreldrar valið að senda börnin sín í einkaskóla, enda hafa þeir einnig val um annað. Ég hef aldrei amast við því að fólk hafi raunverulegt val í þessum málum. Ég er ekki sammála þér að þau lög séu vond sem heimila ekki heilu sveitarfélagi að fela þriðja aðila allt skólastarf. Þau eru sett til að tryggja gæði og jafnrétti allra barna á Íslandi til að hljóta ákveðna grunnmenntun sem við sem samfélag erum sammála um að veita. Þannig tryggjum við meðal annars jafnrétti til náms. P.S. Það er frekar skrítið að þú hefur aldrei samband við mig nema í gegnum leiðara Morgunblaðsins eða Fréttablaðsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun