Þjóðin mótar nýja stjórnarskrá Gunnar Hersveinn skrifar 9. október 2012 06:00 Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun