Innlent

Byggja 80 herbergja hótel á Minni-Borg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Teikning af hótelinu.
Teikning af hótelinu.
Til stendur að byggja áttatíu herbergja hótel á Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á síðasta fundi sveitarstjórnar sveitarfélagsins voru meðal annars lögð fram drög að lóðarleigusamningi um viðskipta- og þjónustulóð undir hótelbyggingu inn á golfvellinum að Minni - Borg, segir á fréttavefnum dfs.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög og var oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Það er fyrirtækið Sextíu plús ehf., sem áætlar að byggja hótelið, sem verður með rúmlega 80 herbergjum.

„Undirbúningur er í fullum gangi bæði teiknivinna og verkfræðivinna. Samningar við verktaka á lokastigi. Þá er verið að ganga frá rekstrarsamningi um rekstur hótelsins. Ekki alveg ljóst hvenær framkvæmdir hefjast", sagði Hallur Magnússon hjá Sextíu plús í samtali við DFS í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×