Tekur út stöðuna á Íslandi Gunnar Reynir Valþórsson og Hilmar Bragi Bárðarson skrifar 28. nóvember 2012 23:23 Ísland verður í brennidepli hjá Richard Quest, þáttastjórnanda á sjónvarpsstöðinni CNN nú í desember. Quest kynnti sér land og þjóð á dögunum og hitti marga, þar á meðal Ólaf Ragnar og Steingrím J. Hann naut líka dyggrar aðstoðar flugfreyjukórsins við þáttagerðina. Richard Quest er mörgum að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið einn helsti viðskiptablaðamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar. Hann stýrir eigin þætti, Quest Means Business, á stöðinni en hann fer einnig fyrir mánaðarlegum þætti sem leggur áherslu á viðskiptatengd ferðalög og málefni ferðaþjónustunnar almennt. Það var í þeim erindagjörðum sem hann var staddur hér á landi. „Ísland hefur verið svo mikið í fréttum undanfarin ár. Fjármálakreppan, öskugosið...Þessi tími hentaði fullkomlega til að koma og taka út stöðuna," segir Quest. Quest fór vítt og breytt um landið til þess að viða að sér efni, hitti Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, Birki Hólm Guðnason framkvæmdastjóra Icelandair og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands en Quest var afar ánægður með leiðsögn Ólafs Ragnars. „Við vorum líka mjög ánægð með að geta eytt miklum tíma með forsetanum og forsetafrúnni sem sýndu okkur stóran hluta Reykjavíkur," segir hann. Innslagið um Ísland verður flutt þegar líða fer að jólum og því þótti upplagt að fá Flugfreyjukór Icelandair til þess að skapa örlitla jólastemmningu. „Hvert sem ferðir þínar bera þig árið 2013 þá vona ég að að þær verði ábatasamar," segir Quest. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ísland verður í brennidepli hjá Richard Quest, þáttastjórnanda á sjónvarpsstöðinni CNN nú í desember. Quest kynnti sér land og þjóð á dögunum og hitti marga, þar á meðal Ólaf Ragnar og Steingrím J. Hann naut líka dyggrar aðstoðar flugfreyjukórsins við þáttagerðina. Richard Quest er mörgum að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið einn helsti viðskiptablaðamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar. Hann stýrir eigin þætti, Quest Means Business, á stöðinni en hann fer einnig fyrir mánaðarlegum þætti sem leggur áherslu á viðskiptatengd ferðalög og málefni ferðaþjónustunnar almennt. Það var í þeim erindagjörðum sem hann var staddur hér á landi. „Ísland hefur verið svo mikið í fréttum undanfarin ár. Fjármálakreppan, öskugosið...Þessi tími hentaði fullkomlega til að koma og taka út stöðuna," segir Quest. Quest fór vítt og breytt um landið til þess að viða að sér efni, hitti Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, Birki Hólm Guðnason framkvæmdastjóra Icelandair og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands en Quest var afar ánægður með leiðsögn Ólafs Ragnars. „Við vorum líka mjög ánægð með að geta eytt miklum tíma með forsetanum og forsetafrúnni sem sýndu okkur stóran hluta Reykjavíkur," segir hann. Innslagið um Ísland verður flutt þegar líða fer að jólum og því þótti upplagt að fá Flugfreyjukór Icelandair til þess að skapa örlitla jólastemmningu. „Hvert sem ferðir þínar bera þig árið 2013 þá vona ég að að þær verði ábatasamar," segir Quest.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira