Erlent

Sjö ráðherrar utan þjóðkirkju

bjarne corydon
bjarne corydon
Sjö ráðherrar af 23 í Danmörku eru ekki meðlimir í þjóðkirkjunni þar í landi, að því er fram kemur í Ekstra Bladet. Þetta heyrir til nokkurra tíðinda í sögulegu samhengi. Í síðustu ríkisstjórn, til dæmis settist enginn sem var utan við þjóðkirkjuna í ráðherrastól. Á meðal ráðherranna sjö eru varnarmálaráðherrann Nick Hækkerup og fjármálaráðherrann Bjarne Corydon, sem segist bera fulla virðingu fyrir þjóðkirkjunni. „En ég er ekki trúaður og þess vegna finnst mér eðlilegt að ég sé ekki meðlimur í þjóðkirkjunni,“ sagði hann.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×