Erlent

Romney talinn sigurstranglegri

Mitt Romney
Mitt Romney
Kannanir benda til þess að Mitt Romney muni bera sigur úr býtum í prófkjöri repúblikana í Flórídafylki í kvöld.

Baráttan um útnefningu flokksins til forsetakosninganna í haust hefur harðnað til muna að undanförnu þar sem föst skot hafa gengið milli frambjóðenda. Newt Gingrich sigraði örugglega í síðasta prófkjöri, í Suður-Karólínu, en hefur nú átt undir högg að sækja. Romney er spáð 42 prósent atkvæða í Flórída og Gingrich 27 prósent.

Sannfærandi sigur mun ekki tryggja Romney útnefninguna, en hann hefur þegar komið sér í sterka stöðu fyrir forvölin í næstu ríkjum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×