Erlent

Bretar og Tékkar höfnuðu reglum um aukinn aga í fjármálum

25 af 27 ríkjum Evrólpusambandsins, samþykktu á leiðtogafundi í gærkvöldi, að taka upp nýjar reglur um aukinn aga í ríkisfjármálum sínum. Aðeins Bretar og Tékkar höfnuðu því að samþykkja hinar nýju reglur.

Afstaða Breta var ljós fyrir fundinn en Tékkar segjast ekki geta samþykkt hinar nýju reglur þar sem slíkt brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Fundurinn þykir sigur fyrir Angelu Merkel kanslara Þýskalands en Þjóðverjar höfðu þrýst mjög á um að hina nýju reglur yrðu samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×