Erlent

Romney með sigurinn í höndunum í Flórída

Mitt Romney hefur haldið áfram að auka forskot sitt á Newt Gingrich í Flórída en næsta prófkjör Repúblikanaflokksins verður haldið í ríkinu í dag.

Í nýjustu skoðanakönnunum er Romney kominn með 15% forskot á Gingrich. Romney mælist nú með 43% atkvæða á móti 28% hjá Gingrich.

Hinir tveir frambjóðendurnir, Rick Santorum og Ron Paul, hættu kosningabaráttu sinni í Flórída fyrir nokkrum dögum þannig að í raun er baráttan aðeins á milli Romney og Gingrich og þykir sá fyrrnefndi vera með sigurinn í höndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×