Erlent

Fyrrverandi forstjóri RBS sviptur aðalstign

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Goodwin hefur verið sviptur aðalstign.
Goodwin hefur verið sviptur aðalstign. mynd/ afp.
Fred Goodwin, fyrrverandi bankastjóri Royal Bank of Scotland, hefur verið sviptur aðalstign. Sky fréttastofan greinir frá þessu í dag. Það hefur verið gríðarlegur þrýstingur á að hann yrði sviptur titlinum eftir að bankinn hrundi í miðri lausafjárkrísunni sem skók allan heiminn árið 2008.

Nokkrir íslenskir bankamenn fengu fálkaorður í aðdraganda bankahrunsins. Þeirra á meðal eru Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, og Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður Kaupþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×