Erlent

Nýbirtar upptökur frá deginum sem Kennedy dó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lyndon Johnson sver embættiseiðinn í flugvélinni. Nú er búið að birta 42 mínútna kafla af upptökum úr vélinni.
Lyndon Johnson sver embættiseiðinn í flugvélinni. Nú er búið að birta 42 mínútna kafla af upptökum úr vélinni.
Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti nýlega upptökur úr forsetaflugvél Bandaríkjanna, Air Force One, frá deginum þegar John F Kennedy var myrtur. Upptakan er 42 mínútna löng. Áður höfðu verið birtar upptökur úr vélinni en þessi 42 mínútna kafli var ekki inni í þeirri upptöku.

Á upptökunni, sem nú er búið að birta, er verið að ræða um hvað gera eigi við lík forsetan fallna og svo er símtal við Rose Kennedy, móður forsetans. Það var skjalasafnari sem gaf Þjóðskjalasafninu upptökurnar en upptakan komst í hans eigu þegar hann keypti fasteign sem hafði verið í eigu aðstoðarmanna Kennedys.

BBC fréttastofan segir að upptökurnar sýni glögglega sorgina sem æðstu menn í ríkisstjórn Bandaríkjanna upplifðu þegar Kennedy var skotinn þan 22. nóvember 1963.

Á upptökunni heyrist þegar Lyndon Johnson, sem þá hafði verið nýbúinn að sverja embættiseið sem forseti, huggar móður Kennedys í símann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×