Erlent

Ný ríkisstjórn í Grikklandi

BBI skrifar
Antonis Samaras, hinn nýi forsætisráðherra Grikklands.
Antonis Samaras, hinn nýi forsætisráðherra Grikklands. Mynd/AFP
Ríkisstjórn hefur verið mynduð í Grikklandi. Að stjórninni koma flokkarnir Nýtt Lýðræði, sósíalistaflokkurinn Pasok og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn.

Antonis Samaras var því settur í embætti forsætisráðherra í dag, en flokkur hans, Nýtt Lýðræði, sigraði í kosningunum á sunnudaginn var. Flokkurinn Syriza lenti í öðru sæti í kosningunum og mun því vera stærsta aflið í stjórnarandstöðunni.

Flokkarnir í hinni nýju ríkisstjórn hafa allir á stefnuskrá sinni að halda Grikklandi í evrubandalaginu. Almennt er talið að þeir muni í meginatriðum standa við samkomulag Grikklands við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um harkalegan niðurskurð í ríkisfjármálum. Fréttir herma þó að þeir vilji semja upp á nýtt um skilmála lánanna.

Hér er umfjöllun BBC um stjórnarmyndunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×