Erlent

Innri friður á Times Square

Frá Times Square í dag.
Frá Times Square í dag. mynd/AFP
Það er vart hægt að segja að innri friður og Times Square í New York fari vel saman. Sú var þó raunin í dag þegar hundruð jógaiðkenda komu saman á gatnamótunum og leituðu hugarróar í sameiningu.

Sumarsólstöðum var fagnað með sérstökum hætti í New York í dag en þetta er í tíunda skipti sem þessi einstaki jógatími fer fram á torginu.

Skipuleggjendur segja að umhverfi sé afstætt þegar kemur að jóga — umferð og mannagangur komi ekki í veg fyrir að hægt sé að uppgötva innri frið.

Sólstöðunum er nú fagnað víða um heim. Oft eru þær sagðar tákna endurfæðingu huga, líkama og anda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×