Til borgarfulltrúa Besta flokksins Davíð Roach Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur.
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun