Erlent

Mál Karadzic heldur áfram - fallið frá einni ákæru

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Radovan Karadzic
Radovan Karadzic mynd/AP
Stríðsglæpadómstóllinn í Haag mun ekki falla frá kærum á hendur Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-serba. Hann var ákærður fyrir þjóðarmorð sem og aðra stríðsglæpi.

Hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða allt að átta þúsund Bosníu-múslima en morðin áttu sér stað í Srebrenica á tíunda áratugnum.

Karadzic hafði áður sagt að hann hefði sjálfur enga vitneskju um þjóðarmorðin. Ákæran á hendur honum er í ellefu liðum en hann er einnig sakaður um glæpi gegn mannkyni.

Dómarar við stríðsglæpadómstólinn ákváðu þó að falla frá einni ákæru á þeim grundvelli að saksóknarar hefðu ekki reitt fram nægileg sönnunargögn.

Réttarhöldin munu nú halda áfram en Karadzic mun bera vitni í október á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×