Eftirlitið upp á borðið Brynhildur Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun