Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar