Erlent

Ætla að byggja kirkju úr pappa

Svona á 25 metra há pappadómkirkja að líta út.
Svona á 25 metra há pappadómkirkja að líta út. Fréttablaðið/Ap
Til stendur að byggja 25 metra háa dómkirkju úr pappa í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi. Gamla dómkirkjan eyðilagðist í miklum jarðskjálfta sem reið yfir borgina haustið 2010.

Sæti verða fyrir um 700 manns í nýju kirkjunni, sem á þó að vera einungis til bráðabirgða. Húsið er hannað af japönskum arkitekt sem hannaði pappírskirkju fyrir borgina Kobe í Japan, eftir að jarðskjálfti reið þar yfir árið 1995. Pappakirkjan í Christ-church er ætluð til þess að þjónusta sóknina þar til gamla kirkjan verður endurbyggð. Þó er talið að hún geti staðið í allt að tuttugu ár. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×