Erlent

Leðurskjaldbökur hugsanlega ekki í útrýmingarhættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á Gabon eru fullt af leðurskajdbökum.
Á Gabon eru fullt af leðurskajdbökum. mynd/ afp.
Vísindamenn hafa fundið stærstu leðurskjaldbökunýlendu í heimi. Leðurskjaldbökur hafa hingað til þótt vera í bráðri útrýmingarhættu en uppgötvanir á eynni Gabon í vesturhluta Afríku vekja upp vonir um að tegundin sé ekki jafn illa stödd og áður var talið. Matthew Witt, hjá háskólanum í Exeter, leiddi rannsóknina á eyjunni. Hann segir að það hafi verið vitað að skjaldbökur af þessu tagi væru á eyjunni en ekki að þær væru þar í jafn miklu mæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×