Erlent

Eftirlitsmenn komnir til Íran

Mynd/AP
Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni funda með írönskum þarlendum stjórnvöldum um kjarnorkuáætlun landsins næstu þrjá daga.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember var greint frá auknum kjarnorkutilraunum Írana. Íranir segja kjarnorkuáætlun sína byggja á friðsömum grunni og ekkert hafi breyst í þeim efnum.

Við komuna til Teheran, höfuðborgar Íran, í gær sagði Herman Nackaerts, sem fer fyrir sex manna hópi eftirlitsmanna, að hann vonaðist til að fundahöldin skiluðu sér í lausn á deilunni. - kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×