Erlent

Sjö ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk

Tveir menn voru í dag dæmdir til sjö ára fangelsisvistar í Osló fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Danmörku. Þriðji maðurinn var sýknaður í málinu en hann fékk þó fjögurra mánaða dóm fyrir að kaupa efni sem nota má til sprengjugerðar. Mennirnir þrír eru allir innflytjendur með landvistarleyfi í Noregi. Skotmarkið í Danmörku voru ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins sem á sínum tíma birti skopmyndir af spámanni Múslima, Múhameð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×