Erlent

Heiðursmorð vekja óhug í Kanada

Hjón og sonur þeirra hafa verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Kanada fyrir svokölluð heiðursmorð.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Kanada en fjölskyldan kom til landsins sem flóttamenn frá Afganistan og fékk síðan ríkisborgararétt.

Hjónin og sonurinn voru dæmd fyrir morð á þremur unglingsstúlkum sem voru dætur þeirra hjón og miðaldra konu sem var fyrrum eiginkona húsbóndans. Lík fórnarlambanna fundust drukknuð í bíl í síki í borginni Kingston í Ontaríó árið 2009. Við rannsókn kom í ljós að þeim hafði verið drekkt áður en bíllinn var settur í síkið.

Ástæðan fyrir morðunum var að dæturnar vildu ekki fara að fyrirmælum foreldra sinna um val á kærustum og val á fötum. Eiginkonan fyrrverandi var myrt að því er virðist fyrir að flækjast fyrir fyrrum eiginmanni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×