Erlent

Uppreisnarmenn hraktir úr úthverfi Damaskus

Stjórnarhernum í Sýrlandi hefur tekist að hrekja uppreisnarmenn úr einu úthverfa Damaskus höfuðborgar landsins.

Bardagar hafa geisað í þessu úthverfi alla helgina og talið að um 20 manns hafi fallið í þeim. Það var ekki fyrr en stjórnarherinn beitti um 50 skriðdrekum í árás á hverfið í gærdag að uppreisnarmenn urðu að láta undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×