Erlent

Yfir 100 slösuðust í jarðskjálfta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jarðskjálftinn fannst glöggt í borginni Lima, þar sem þessi mynd er tekin.
Jarðskjálftinn fannst glöggt í borginni Lima, þar sem þessi mynd er tekin. mynd/ afp.
Að minnsta kosti 112 manns slösuðust í Perú þegar að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter skók strönd landsins um sjöleytið að íslenskum tíma í gærkvöld. Skjálftinn varð nærri borginni Ica. AP fréttastofan segir að 16 íbúðir hafi skemmst í skjálftanum. Hús í höfuðborg Perú, Lima, skulfu í skjálftanum þótt borgin sé í meira en 200 kílómetra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×