Erlent

Julian Assange leikur í The Simpsons

Efnistök þáttarins henta Assange afar vel en í honum reyna íbúar Springfield að hrekja Simpsons-fjölskylduna á brott.
Efnistök þáttarins henta Assange afar vel en í honum reyna íbúar Springfield að hrekja Simpsons-fjölskylduna á brott.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður í gestahlutverki í The Simpsons í febrúar. Assange er í stofufangelsi í Bretlandi og voru línur hans teknar upp símleiðis.

Mikill fjöldi þekktra einstaklinga hefur komið fram í þáttunum en Assange hlýtur þann heiður að koma fram í 500. þætti The Simpsons.

Framleiðandi The Simpsons sagði að upptakan hafi verið afar sérstök. „Við vissum ekki hvar Assange var niðurkominn þegar við tókum upp línurnar. Ég fékk bara númerið hans í hendurnar."

Efnistök þáttarins henta Assange afar vel en í honum reyna íbúar Springfield að hrekja Simpsons-fjölskylduna á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×