Erlent

Kuldinn herjar á Evrópu - átján látnir í Úkraínu

MYND/AP
Kuldatíð er nú í Evrópu og að minnsta kosti átján hafa látist úr kulda og vosbúð í Úkraínu, þar sem mikið hefur snjóað. Í Póllandi er staðfest að tíu séu látnir og andlát af völdum kuldans hafa einnig verið staðfest í Serbíu og Búlgaríu.

Í Úkraínu er ástandið einna verst og þar segja heilbrigðisyfirvöld að 500 manns hafi þurft að leita sér lækningar síðustu þrjá daga vegna kals og ofkælingar. Þá hafa um sautján þúsund manns leitað sér skjóls fyrir veðrinu í sérstökum skýlum sem ríkisstjórnin kom upp.

Frostið í Úkraínu síðustu daga hefur mælst um sextán gráður yfir daginn og fer frostið í 23 gráður yfir blánóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×