Króna eða evra? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.Nýr gjaldmiðill? Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans. Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: „Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Væntanlega vegur þyngst „íslenska hefðin“, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið“ (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.Tveir valkostir Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að „íslenska hefðin“ er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er „sveigjanleiki“ (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar. Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. „Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?Einn valkostur? Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.Nýr gjaldmiðill? Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans. Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: „Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Væntanlega vegur þyngst „íslenska hefðin“, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið“ (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.Tveir valkostir Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að „íslenska hefðin“ er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er „sveigjanleiki“ (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar. Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. „Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?Einn valkostur? Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar