
Króna eða evra?
Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.
Nýr gjaldmiðill?
Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans.
Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: „Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Væntanlega vegur þyngst „íslenska hefðin“, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið“ (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.
Tveir valkostir
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að „íslenska hefðin“ er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er „sveigjanleiki“ (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar.
Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. „Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?
Einn valkostur?
Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar