Erlend félög eru farin að kroppa í landsliðsmarkvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með Haukum.Aron Rafn hefur verið að bæta sig mikið á síðustu árum og átti frábært tímabil með Haukum.
Hann fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu á EM í janúar og það vakti athygli erlendra liða á honum.
„Félag Kristjáns Andréssonar í Svíþjóð, GUIF, var í sambandi við mig eftir EM í Serbíu. Ég ræddi við þá nokkrum sinnum en það verður ekkert af því að ég fari þangað," sagði Aron Rafn sem er nýbúinn að framlengja við Hauka til eins árs.
Hann mun þurfa að axla enn meiri ábyrgð næsta vetur þar sem Birkir Ívar Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna.
Aron Rafn hafnaði tilboði frá GUIF
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti