Þríhliða þras eða þjóðarsátt? 15. desember 2012 06:00 Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun