Þríhliða þras eða þjóðarsátt? 15. desember 2012 06:00 Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun